Print

Ferðaþjónusta

Í Hrólfsstaðahelli bjóðum við upp á gistingu í gamla íbúðarhúsinu. Húsið stendur hátt með fallegu útsýni til eldfjallsins Heklu, yfir Rangá og sveitina. Þar ríkir sjarmerandi sveitaandi en þó allt til alls.

Í boði er gisting fyrir allt að 18 gesti í 5 herbergjum á báðum hæðum hússins. Snyrting er á efri hæð og baðherbergi með sturtu á þeirri neðri.

Eldhúsið er rúmgott og vel búið tækjum s.s. eldavél með bakaraofni, örbylgjuofn, kæliskápur, kaffikanna og uppþvottavél.

Stór sólpallur og heitur pottur er við suðurhlið hússins. Góð mataraðstaða er einnig á sólpallinum en þar er gasgrill og bekkir með borði.

Kastali er á staðnum fyrir börn til að leika sér í.

Húsið er til leigu allt árið og stutt er í alla helstu þjónustu eins og verslanir, veitingasölu á Hellu og Vegamótum , golfvöll, sundlaug og heilsugæslu.

Húsið  er leigt allt í einu.

Gestir skila húsinu hreinu , einnig hægt að  borga fyrir þrif. 

2m_Herbergi eldhus forstofa haaloft kastali_ pallurinn potturinn setustofa